Ocean Diamond á Siglufirði

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond var á Siglfirði í gær í 7. skipti í sumar. Skipið á eftir að koma í eitt skipti í viðbót samkvæmt áætlun til Siglufjarðar, en skipið er á 10 daga hringferð um landið. Með skipinu koma um 190 farþegar og rúmlega 140 manna áhöfn. Skipið sigldi áleiðis til Grímseyjar í gær og er á Akureyri í dag.