Ocean Diamond á Siglufirði

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond var á Siglufirði 28. júní síðastliðinn ásamt skipinu Pan Orama. Ocean Diamond var að koma í sjötta sinn í sumar og Pan Orama í þriðja sinn. Bæði skipin eiga eftir að koma í nokkur skipti í viðbót í sumar til Siglufjarðar. Að vanda heimsóttu gestir skipana Síldarminjasafnið þar sem var slegið upp bryggjuballi. Skipin stoppuðu bæði hluta úr degi á Siglufirði og kíktu gestir skipanna á ýmsa afþreyingu á Siglufirði sem kynnt hefur verið með öflugu markaðsstarfi síðustu ára.