Nýtt viðtal við Ragnar Jónasson rithöfund

Fréttablaðið birti í dag mikið viðtal við Ragnar Jónasson rithöfund Snjóblindu, Rof og Myrknætti. Þar segir hann að Saga Film og Þorvaldur D. Kristjánsson hefji handritsvinnu fyrir nýja þætti byggða á bókum hans á næstu dögum.  Hann býst við því að vanur maður verði fenginn til að skrifa handrit við þættina, en honum ætti gaman að taka þátt í því.  Ragnar segir að planið sé að taka upp þættina á Siglufirði þar sem sögusvið bókanna sé. Hann segir jafnframt að hann hafi farið norður á Siglufjörð til að skrifa bækurnar.  Hann segir Siglfirðinga taka bókunum vel og allir séu jákvæðir í garð þeirra.

Að lokum segir Ragnar að hann sé byrjaður á nýrri bók um sögupersónuna Ara.

Viðtalið í heild má finna í Fréttablaðinu þann 4. janúar 2013.