Nýtt verkefni til að bæta námsárangur í unglingadeild

Grunnskóli Fjallabyggðar hyggst fara á stað með nýtt átaksverkefni sem kallast LIT sem stendur fyrir listir – innblástur – tækni. Tilgangur verkefnisins er að bæta námsárangur nemenda í unglingadeild, virkja nemendur á skapandi hátt til að leita leiða til að efla sig í námi og bæta árangur. Einnig er tilgangurinn að huga að umbótum á skólastarfi í Grunnskóla Fjallabyggðar með skapandi starf að leiðarljósi. Verkefnið felur í sér tengingu við samfélagið í Fjallabyggð og aðkomu aðila í samfélaginu sem vilja leggja verkefninu lið.