Nýtt vallarmet á Hólsvelli á Siglufirði

20 kylfingar mættu til leiks á annað mótið í Rauðkumótaröðinni í golfi á Hólsvelli í blíðskaparveðri og er óhætt að segja að spilamennskan var í takt við það.

Jóhann Már gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet á 9 holum á Hólsvelli á Siglufirði, hann leik holurnar 9 á 31 höggi. Hann var með 5 fugla, 3 pör og 1 skolla. Glæsilegur árangur hjá honum.

Úrslit urðu þessi:

 

  • 1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson með 26 punkta
  • 2. sæti Arnar Freyr Þrastarson með 22 punkta
  • 3. sæti Hulda Magnúsardóttir með 22 punkta