Nýtt Ungmennaráð skipað í Fjallabyggð
Ungmennaráð Fjallabyggðar hefur verið stofnað fyrir veturinn 2021-2022. Ráðið frestaði kjöri formanns og varaformanns til næsta fundar þar sem ekki sátu allir aðalmenn á fyrsta fundi ráðsins.
Tilnefndir hafa verið:
Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar:
Aðalmenn: Skarphéðinn Þór Torfason og Jason Karl Friðriksson.
Varamenn: Sveinn Ingi Guðjónsson og Isabella Ósk Stefánsdóttir.
Fyrir hönd Menntaskólans á Tröllaskaga:
Aðalmenn: Birna Björk Heimisdóttir og Frímann Geir Ingólfsson.
Varamenn: Ronja Helgadóttir.
Fyrir hönd UÍF:
Aðalmaður: Júlía Birna Ingvarsdóttir.
Varamaður: Helgi Már Kjartansson.