Nýtt þak komið yfir Ljóðasetrið á Siglufirði

Í lok ágústmánaðar hófst vinna við að endurnýja allt þakið á Ljóðasetri Íslands við Túngötuna á Siglufirði. Það voru verktakarnir L7 frá Siglufirði sem unnu verkið hratt og vel. Skipt var út öllum sperrum, einangrun, þakrennum og járni. Aðgerðin heppnaðist sérlega vel og er allt annað að sjá þakið. Nýtt rými, Ljóðaloftið, býður nú uppá ýmsa möguleika í framtíðinni og verður gaman að sjá hvað verður þar á næsta ári þegar Ljóðasetrið á 10 ára afmæli.

Eftir að aðgerðinni lauk bauð Ljóðasetrið uppá ljóðabækur til sölu á uppboði, til að safna fé fyrir þakviðgerðinni. Nánar má sjá um bókauppboðið á fésbókarsíðu Ljóðaseturs Íslands.

Hægt er að styðja setrið í þessum framkvæmdum hér: Reikn 0348 – 26 – 001318 og Kt. 440209 – 0170.

Myndir með fréttinni eru frá Þórarni Hannessyni, forstöðumanni setursins.

Myndir með frétt: Þórarinn Hannesso/Ljóðasetur Íslands