Nýtt starf deildarstjóra hjá Fjallabyggð

Fjallabyggð óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling til starfa.
Megin viðfangsefnið er fræðslu- frístunda- og menningarmál, stefnumörkun í kynningar- og markaðsmálum, upplýsinga- og almannatengslum sem og á sviði ferða- og atvinnumála.

Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun á sviði menntamála og stjórnsýslu.
Reynsla og góð kunnátta í stjórnsýslulegri meðferð mála er æskileg.
Lögð er áhersla á að viðkomandi búi yfir þekkingu og hæfni í stefnumótun og þróun, fjármálum og áætlanagerð, stjórnun starfsmanna og umsjón með verkefnum.
Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, leiðtogahæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum eru nauðsynlegir kostir.
Næsti yfirmaður deildarstjóra er bæjarstjóri.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skulu hafa borist bæjarskrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði 580, eigi síðar en mánudaginn 2. nóvember 2015.

Nánar á fjallabyggd.is.