Nýtt samstarf með Súper Trölla skíðamótinu

Í dag undirrituðu Jökull Bergmann hjá Arctic Heli Skiing og Kristín Anna Guðmundsdóttir, formaður Skíðafélags Siglufjarðar, samstarfssamning sem staðfestir samstarf á milli Skíðafélagsins og Arctic Heli Skiing vegna hins árlega fjallaskíðamóts Super Troll Ski Race, sem haldið verður á Siglufirði í fimmta skipti þann 12. maí næstkomandi.  Mótið hefur nú þegar fest sig í sessi og er sótt af bæði Íslendingum og erlendu skíðafólki.

Súper Trölli eins og mótið er yfirleitt kallað er til þess fallið að efla áhuga á skíðaíþróttinni, þar sem gott er að njóta hinnar einstöku náttúru Tröllaskaga.  Skíðafélagið telur það mikinn feng að fá Jökul með alla sína reynslu til liðs við mótið og munu Arctic Heli Skiing verða einn af aðalbakhjörlum mótsins ásamt Fjallakofanum, Sigló Hótel og Wow air. Þess má geta að allur ágóði mótsins rennur til barna- og unglingastarfs Skíðafélagsins á Siglufirði.

https://www.facebook.com/supertrollskirace/

https://www.stsr.is/

Texti og myndir: Aðsent.