Heilbrigðisstofnunin í Fjallabyggð er með 22 ára gamalt röntgentæki og þarf nú á nýju tæki að halda. Þrátt fyrir niðurskurð í heilbrigðismálum þá ætlar stofnunin sér að kaupa nýtt röntgentæki á næstu mánuðum og hefur óskað eftir stuðningi einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka sem hafa veitt stuðning undanfarna áratugi.  Nýtt tæki kostar um 30 milljónir króna og er að nýjustu og fullkomnustu tegund sem hentar vel fyrir minni stofnanir eins og í Fjallabyggð.