Nýtt raðhús ekki byggt á Gránugötu heldur á flötunum

Tilkynnt hefur verið að nýtt raðhús sem áætlað var að byggja og leggja fyrir grenndarkynningu á Gránugötu á Siglufirði verður nú byggt á flötunum vegna fjölda áskorana.

Um er að ræða þriggja til fjögurra íbúða raðhús með bílskúr.  Húsið er timburhús á steyptri einangraðri gólfplötu.  Hver íbúð er 104 fm og þar af eru ca 25 fm bílskúr. Verð kr 29,9 millj.  Fyrir athafnamanninn þá er einnig er hægt að fá húsin tilbúin undir tréverk. Verð á því stigi er kr 25,9 millj.

Fleiri myndir á fasteignavef mbl.is

e620573_8A