Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur ákveðið að byggja skuli parhús að Höfðagötu 1 á Grenivík til að mæta eftirspurn sem verið hefur á húsnæði á svæðinu.  Fyrirtækið Trégrip hf mun sjá um byggingu hússins og er Benedikt Sveinsson eigandi þess.