Nýtt kaffihús opnar á Dalvík í Bergi

Mánudaginn 8. apríl opnar eftir breytingar, nýtt kaffihús í Bergi menningarhúsi á Dalvík. Kaffihúsið heitir Kaffihús – Rincon Canario og er rekið af spænskum félögum sem meðal annars reka veitingastað í Laxdalshúsi á Akureyri.  Á boðstólnum verða meðal annarra rétta hádegissúpa og brauð, spænskir tapas réttir, kökur og kaffi. Það verður því bæði veitinga- og kaffihúsastemmning í Bergi. Í framtíðinni verður síðan hægt að kaupa spænskan varning á borð við sultur, súkkulaði og ýmislegt fleira.

Opnunartími kaffihús-Rincon Canario verður sem hér segir:

  • Mánudagar:       11:00-17:00
  • Þriðjudagar:       11:00-17:00
  • Miðvikudagar:   11:00-17:00
  • Fimmtudagar:    11:00-17:00
  • Föstudagar:       11:00-17:00
  • Laugardagar:      11:00-17:00
  • Sunnudagar:          Lokað

Vonumst til að íbúar Dalvíkurbyggðar og aðrir gestir taki vel á móti þessari nýju viðbót í byggðarlagið.

Heimild: dalvik.is/menningarhus