Nýtt hvalaskoðunarfyrirtæki á Akureyri

Hvalaskoðunarfyrirtækið Whale Safari hefur ákveðið að hefja starfsemi á Akureyri næsta vor en aðstæður til hvalaskoðunar þykja einkar hagstæðar í Eyjafirði. Fyrirtækið Ambassador gerir nú þegar út frá Akureyri og hefur í sumar séð hvali í öllum sínum ferðum.  Bátarnir taka 12 farþega og verða gestir að vera 10 ára og eldri eða  hærri en 140 sm á hæð, en hver ferð kostar 19990 kr. og  verða farnar allt að fjórar ferðir á dag.

Í fréttatilkynningu frá Whale Safari segir að í Eyjafirði sé sjólag gott og fjallasýn, enda uni hnúfubakar þar hag sínum vel í einum allra fallegasti firði lands. Fyrirtækið hyggist gera tvo sérhæfða hvalaskoðunarbáta út frá Akureyri og fara sína fyrstu ferð þaðan 15. maí 2016.

photo+5