Síðastliðinn fimmtudag, 30. ágúst, opnaði á Dalvík skammtímavistun fyrir börn með fötlun. Starfsemin er ný af nálinni í Dalvíkurbyggð og því stigið stórt framfaraspor í þjónustu í málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu.
Heimilið kemur til með að hýsa börn af starfssvæði SSNV en aðallega verða þar börn úr Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Fjöldi barna sem nýta sér þessa vistun verða um það bil 10 en hægt verður að sinna þörfum fleiri barna ef þörf krefur.
Börnin dvelja saman, mest þrjú í einu, í mislangan tíma í senn á fjögurra vikna tímabili. Á meðan á dvöl þeirra stendur sinna þau sinni daglegu rútínu, fara í skóla, tómstundir, fá vini í heimsókn og svo framvegis.
Búið er að ráða alla starfsmenn að heimilinu en samtals verða þeir níu í 5.4 stöðugildum. Þar af eru þrír þroskaþjálfar. Meðan börnin dvelja í Skógarhólum, en það er nafnið á heimilinu, er þetta þeirra heimili og starfsmennirnir fjölskyldan þeirra.
Nánar hér á Dalvik.is