Hornbrekka, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði hefur tekið í notkun gróðurhús sem var sett upp í lok júní mánaðar. Þar er verið að rækta jarðaber, gulrætur, tómata, kál og avocado. Þátttakendur í þessu starfi í Hornbrekku eru spenntir fyrir að smakka á uppskerunni í haust og áframhaldandi tilraunastarfsemi í gróðurhúsinu.

Frábær viðbót við starfið í Hornbrekku að fá þetta gróðurhús á svæðið.

Myndirnar koma frá Hornbrekku.