Nýtt aðstöðuhús á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði
Búið er að veita byggingaleyfi fyrir nýju aðstöðuhúsi á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði. Húsið verður mikil bót fyrir þetta skemmtilega tjaldsvæði. Í húsinu er gert ráð fyrir þvotti og ræstingu, sturtu og snyrtingu auk eldunaraðstöðu.