Nytjatorg verður opnað við Baldursnes á Akureyri í dag kl. 14:00 og verður opið alla helgina, þar sem verslunin Europris var áður til húsa. Þær Rakel Bragadóttir og Ása Arnaldsdóttir standa fyrir markaðnum og vilja skapa Kolaportsstemningu fyrir norðan en þær hafa fundið fyrir vaxandi þörf fyrir svona markað. Um 50 manns hafa skráð sig fyrir sölubás og von er á að bætist í þann hóp.  Bæði verða notaðar og nýja vörur í boði, s.s. fatnaður, skartgripir og snyrtivörur.

Nytjatorgið verður opið til kl. 18:00 í dag, föstudag. Á laugardaginn verður opið milli kl. 11:00 og 18:00 og á sunnudeginum frá kl. 13:00 til 17:00.