Nýráðinn forstöðumaður Menningarhúss Tjarnarborgar hættur

Diljá Helgadóttir nýráðinn forstöðumaður Menningarhússins Tjarnarborgar hefur sagt upp starfi sínu eftir aðeins nokkrar vikur í starfi.

Hluti Menningarnefndar Fjallabyggðar hafa lagt til í ljósi aðstæðna að Elín Elísabet Hreggviðsdóttir verði ráðin forstöðumaður Tjarnarborgar tímabundið til 31. ágúst 2013 og vísa málinu til afgreiðslu í bæjarráði Fjallabyggðar. Elín Elísabet hafði áður verið ráðin að sjá um ræstingar hússins en var ekki meðal umsækjanda um Forstöðumannsstöðuna sem auglýst var í sumar. 

Minni hlutinn nefndarinnar telur að auglýsa eigi starfið strax og ráða eigi til framtíðar.

Formaður menningarnefndar bauð núverandi forstöðumanni að ræða ástæður uppsagnar sinnar og leita sameiginlegra lausna með fræðslu- og menningarfulltrúa, skólastjóra tónskólans, íþrótta- og tómstundafulltrúa, bæjarstjóra og formanni nefndarinnar en forstöðumaður ákvað að þiggja það ekki.