Niðurstaða í vígslubiskupskosningu á Hólum liggur fyrir.

Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, var kjörinn vígslubiskup og fékk hann 316 atkvæði eða 62,36% atkvæða. Sr. Þorgrímur Gunnar Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, fékk 184 atkvæði eða 36,15%.

Á kjörskrá voru 740 og greiddu 509 atkvæði, eða 68,78%. 9 tóku ekki afstöðu.