Í gær opnaði nýr veitingastaður í Hrísey sem heitir Verbúðin 66 sem stendur við Sjávargötu 2. Á matseðlinum er meðal annars hamborgarar, samlokur, gos og bjór. Stofnendur og eigendur eru hjónin Linda María Ásgeirsdóttir og Ómar Hlynsson. Þau hjónin stofnuðu nýverið Háey ehf. sem mun annast rekstur Verbúðarinnar 66. Stefnt er að því að hafa opið um helgar í apríl en sumaropnun verður auglýst síðar.

Opnunartími næstu daga:

 • Föstudagurinn langi – 25. mars
  Fiskisúpa
  Opið frá 14:00 – 23:00
 • Laugardagur 26. mars
  Kaffihlaðborð frá 15:00 – 17:00
  Pub Quiz kl. 20:30
  Opið frá 14:00 – 23:00
 • Sunnudagur 27. mars (páskadagur)
  Lokað
 • Mánudagur 28. mars (annar í páskum)
  Opið frá 14:00 – 20:00

verbudin66

Mynd: hrisey.is