Nýr vefur um áhrif Héðinsfjarðarganga
Í dag opnaði vefurinn http://byggdathroun.is/hedisfjardargong þar sem forsendur, aðferðafræði og helstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins um áhrif Héðinsfjarðarganga eru kynntar.
Rannsóknarverkefninu Samgöngur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganganna er ætlað að meta jákvæð og neikvæð áhrif Héðinsfjarðarganganna á Mið-Norðurlandi.
Rannsóknarverkefnið Samgöngubætur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga á mannlíf á norðanverðum Tröllaskaga hófst haustið 2008. Rannsóknarverkefninu var ætlað að leggja heildstætt mat á stöðu Fjallabyggðar og þær breytingar sem vænta mátti í kjölfar opnunar ganganna.
Verkefnið var að stórum hluta unnið með tilstyrk Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar sem veitti styrk til framkvæmdar þess árin 2009–2014. Jafnframt lögðu háskólakennarar og sérfræðingar sem tengdust Háskólanum á Akureyri umtalsverða rannsóknarvinnu af mörkum og ríflega sjötíu nemendur skólans tóku þátt í verkefninu á mismunandi stigum þess.