Nýr vefur fyrir Sigló golf á Siglufirði

Búið er að opna vefinn siglogolf.is þar sem allar upplýsingar má finna um nýja golfvöllinn á Siglufirði sem ber nafnið Sigló golf. Þar kemur fram að stakur hringur á vellinum fyrir einstakling kosti 5900 kr., Eldri borgarar borga 3900 kr. og yngri en 18 ára borga 2900. Hjón fá 20% afslátt af vallargjaldinu. Hægt er að bóka á golf.is eða á Sigló hótel. Mikil upplifun er fyrir kylfinga á þessum glæsilega velli, og fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar og sólarlags í skjóli fjallanna og útivistarsvæðinu í Skarðsdal.  Golfskálinn fyrir svæðið er í byggingu og verður vígður í júlí ef allar áætlanir standast.