Nýr vefur Fjallabyggðar kominn í loftið

Fréttatilkynning frá Fjallabyggð vegna uppfærslu á heimasíðu sveitarfélagsins.

Í dag miðvikudaginn 26. september hefur endurbættur stjórnsýsluvefur Fjallabyggðar verið opnaður. Um er að ræða uppfærslu á vefumsjónakerfi vefsins og um leið hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á útliti, virkni og skipulagi vefsins. Efni vefsins hefur verið endurskoðað og heilmiklu af nýju efni bætt við. Markmiðið með nýjum og bættum vef er að gera hann enn notendavænni og skilvirkari en áður hefur verið. Leitast var eftir að setja vinsælar leitarleiðir fremst til að auðvelda notendum aðgang að því efni sem vinsælast er.

Opnuð hefur verið Rafræn Fjallabyggð þar sem íbúar hafa aðgang að Mínum síðum og þar munu íbúar geta valið að fara inn um Bæjardyrnar þar sem yfirlit reikninga og samskipta íbúa við bæinn verða aðgengileg.

Vefurinn er vottaður og stenst kröfur um aðgengi fyrir sjóndapra/sjónskerta.

Stefna ehf. sá um forritun vefsins og ráðgjöf vegna viðmóts. Vefurinn er einnig hýstur hjá Stefnu ehf.

Það er von okkar að vefurinn nýtist íbúum og öðrum notendum vel.

Allar ábendingar, hrós sem og kvartanir vegna vefsins má gjarnan senda inn til okkar með því að fara á svæðið Bærinn minn – Fjallabyggð undir viðburðadagatali.

Texti: Aðsend fréttatilkynning.