Nýr útibússtjóri Arion banka í Fjallabyggð

Elsa Guðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf útibússtjóra Arion banka í Fjallabyggð. Hún tekur við starfinu af Oddgeiri Reynissyni sem verið hefur útibússtjóri bankans frá árinu 2015.

Elsa Guðrún er 32 ára viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með ML gráðu í lögfræði frá sama skóla. Þá er hún einnig vottaður fjármálaráðgjafi. Elsa Guðrún hefur starfað sem fjármálaráðgjafa Arion banka í Fjallabyggð frá árinu 2015 en áður starfaði hún m.a. hjá Creditinfo. Þá er Elsa Guðrún margfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu og tók fyrr á árinu, fyrst kvenna, þátt fyrir Íslands hönd í skíðagöngu á Ólympíuleikum.

Elsa Guðrún er gift Kristófer Beck Elíssyni og eiga þau tvö börn.

Heimild: arionbanki.is