Nýr útibússtjóri Arion banka á Sauðárkróki

Magnús Barðdal Reynisson hefur tekið við starfi útibússtjóra Arion banka á Sauðárkróki.

Magnús er 29 ára að aldri, brautskráður með BSc próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og með ML próf í lögfræði frá sama skóla. Hann hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður og hefur starfað á lögfræðisviði Íbúðalánasjóðs frá árinu 2010.

Magnús er búsettur á Sauðárkróki, kvæntur Önnu Hlín Jónsdóttur, íþróttafræðingi og eiga þau tvö börn.Magnus-Barddal-Reynisson_300

 

Texti: arionbanki.is