Nýr togari og aflaheimildir á Grenivík

Útgerðarfélagið Gjögur á Grenivík hefur keypt Helgu RE 49 af Ingimundi hf í Reykjavík ásamt 1.500 þorskígildistonnum. Fær nýja skipið nafnið Áskell EA 749. Með þessum kaupum er fyrirtækið að tryggja, bæði gæði í veiðum og vinnslu einnig verður öryggi og aðbúnaður áhafnar eins og best verður á kosið. Aflaheimildir Gjögurs í bolfiski verða með þessari viðbót um 5.700 þorskígildistonn.

Fara flestir úr áhöfn Oddgeirs EA 600 yfir á nýja skipið. Gjögur á fyrir  togskipið Oddgeir EA 600, sem verður lagt, allavega fyrst um sinn, Vörð EA 748 og uppsjávarskipið Hákon EA 148. Gjögur rekur fiskvinnslu bæði á Grenivík og í Grindavík. Þá á Gjögur um þriðjung í Síldarvinnslunni á Neskaupstað. Íbúar á Grenivík vona um að þessi kaup geri atvinnulífið í sveitarfélaginu enn öflugra.

Mynd frá Grenivík.is