Nýr þjónustuaðili um þvottahúsaþjónustu HSN í Fjallabyggð

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) sendi verðfyrirspurn á fimm aðila á starfsvæði HSN vegna hreinsunar á öllum þvotti sem til fellur, þar á meðal hreinsunar á starfsmanna- og einkafatnaði vistmanna og öðrum tengdum þáttum í þvottarhúsþjónustu. Tveir aðilar skiluðu inn tilboði og var Grand þvottur með lægra tilboð.

Gengið var til samninga við Grand þvott og gildir nýr samningur frá 1. september 2021 og gildir samningurinn til 31. ágúst 2024 en möguleiki er á eins árs framlengingu.

Á myndinni eru Preben Jón Pétursson, framkvæmdastjóri Grand þvottar ehf. og Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri fjármála og stoðsviða HSN.