Nýr þjálfari yngra flokka hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Konráð Freyr Sigurðsson hefur verið ráðinn í fullt starf með yngri flokka og unglingaakademíu knattspyrnudeildar Tindastóls. Konráð hefur lokið fyrstu þremur stigunum í menntunarkerfi KSÍ og stefnir á að mennta sig meira í þjálfunarfræðum á næstunni.
Hann er fyrirliði meistaraflokks Tindastóls er góð fyrirmynd fyrir börn og unglinga, enda bindindismaður og reglusamur í hvívetna.