Nýr þjálfari Knattspyrnufélags Fjallabyggðar

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Samið hefur verið við Jón Stefán Jónsson til þriggja ára en hann hefur lokið UEFA A þjálfaragráðu og er fæddur árið 1982. Hann hefur mikla reynslu í yngri flokka þjálfun og hefur þjálfað yngri flokka Þórs og meistaraflokkslið Tindastóls, Dalvíkur/Reynis og kvennalið Hauka svo eitthvað sé nefnt.  Hann hefur einnig leikið fyrir félög eins og Þór, Magna, Dalvík og Draupni.

Jón Stefán tók við liði Dalvíkur/Reynis í júlí en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli í 3. deild. Dalvík/Reynir ákváðu að framlengja ekki samning við Jón Stefán og ætla að leita að spilandi þjálfara.

Við undirritun samnings sagði Jón Stefán eftirfarandi: “Ég er mjög ánægður að fá tækifæri til að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið innan KF undanfarin ár. Leikmannahópurinn er ungur og spennandi. Ætlunin er að mynda frábæra umgjörð um liðið. Sennilega eina af þeim bestu i 2.deild og það er auðvitað spennandi að taka þátt i svoleiðis vinnu”.

Jón stefán jónsson