Nýr þjálfari hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur ráðið fyrrum leikmann Leifturs,  Slobodan Milo Milisic (50 ára) sem þjálfara liðsins næstu tvö árin. Milo lék með Leiftri í Ólafsfirði á árunum 1994-1997, alls 54 leiki, en lék síðar með ÍA og KA, alls 146 leiki með meistaraflokki. Hann þjálfaði KA árið 2006-2007 og BÍ/Bolungarvík árið 2008. Sonur hans, Aksentije Milisic lék sem lánsmaður hjá KF árið 2014 og lék 22 leiki í deild og bikar. Milo tekur við liðinu af Halldóri Ingvari Guðmundssyni og Þórði Birgissyni sem stýrðu liðinu síðari hluta sumars ásamt því að leika með því.

Fotbolti.net greindi fyrst frá þessu í dag.

14906966_808518672623389_4157969290297107665_n