Strákarnir á Tæpasta vaði eru farnir af stað með nýja þáttaseríu og nýr þáttur kom út á sunnudaginn. Dyggir hlustendur geta sótt þáttinn beint á Spotify veitunni eða hlustað hér. Guðmundur Gauti og félagar fengu góðan gest í þennan þátt og var þetta einn af betri þáttum sem komið hefur út frá þeim, efnislega séð.

Tómas Atli Einarsson var gestur þáttarins og sat fyrir svörum strákanna. Mikið var rætt um umferðarhraða í Fjallabyggð og næstu skref sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar í þeim málum. Þá var aðeins rætt um vinnuna við nýja staðsetningu á kirkjugarðinum í Ólafsfirði, en gamli garðurinn er að fyllast og vinna í gangi með nýja staðsetningu.

Hljóðið var ekki það besta í þessum auka hljóðnema sem gesturinn hafði, en umræðan var góð.