Strákarnir í Fjallabyggð sem halda úti glaðvarpinu Á tæpasta vaði hafa gefið út þriðja þáttinn í 2. seríu. Fyrir þá sem vilja ekki hlusta á þeirra pælingar og drauma um BDSM þá er fínt að byrja bara á 10. mínútu þáttarins.

Strákarnir ræða gengi krónunnar, húsnæðislánin og framtíð afkomenda. Þá er lauslega rætt um ensku deildina í knattspyrnu, og lokastöðu KF á Íslandsmótinu. Þá ræða þeir óveðrið á Siglufirði sem reið yfir án viðvaranna veðurfræðinga Íslands. Þá ræddu þeir hvað ætti að taka við þegar Videóval lokar um áramótin á Siglufirði, en þeir vildu meina að ný Ísbúð ætti að koma þarna og þar lægju mikil tækifæri.

Þáttur er um allt og ekkert eins og þeim einum er lagið og er fínt að hlusta á þetta á hraðanum 1.1 í Spotify, en þátturinn er í lengri kantinum, um 80. mínútur.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér á síðunni.

 

Allir þættirnir hérna á tenglinum.