Nýr tæknibúnaður keyptur í Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur keypt ýmsan tæknibúnað fyrir nemendur fyrir styrk frá Samfélags- og menningasjóði Siglufjarðar.  Keypt hefur verið færanlegt hljóðkerfi, sýndarveruleikagleraugu, snjallsími og Osmo tæki fyrir Ipad. Osmo tækin munu þau nýtast vel á yngsta stiginu í skólanum. Osmo er margverðlaunað leikja- og námstæki fyrir Ipad spjaldtölvur. Verkefnin eru ætluð til að örva hreyfifærni, rökhugsun, skilningavit og sköpun á fjölbreyttan hátt.

Grunnskóli Fjallabyggðar hlaut 1.250.000 kr. styrk frá Samfélags- og menningasjóði Siglufjarðar, en alls voru 9.535.000 kr. úthlutað til 20 aðila.

Myndir: fjallaskolar.is