Nýr spænskur þjálfari til Blakfélags Fjallabyggðar

Blakfélag Fjallabyggðar hefur ráðið Oscar Fernandez Celis og Önnu Maríu Björnsdóttur sem þjálfara félagsins fyrir komandi tímabil. Oscar er 27 ára gamall Spánverji og mun hann þjálfa allra hópa félagsins. Anna María hefur þjálfað hjá félaginu frá stofnun þess og mun sjá um barna- og unglingastarfið með Oscar.
Félagið er spennt fyrir komandi vetri þar sem félagið mun eiga lið í 1. deild og 3. deild kvenna ásamt 2. deild karla.

Félagið mun áfram leggja kraft í barna- og unglingastarfið en á síðasta tímabili æfðu um 80 iðkendur á aldrinum 6-18 ára blak hjá Blakfélagi Fjallabyggðar.

Loks ætlar félagið að leggja aukin kraft í öldungablakið eða hjá þeim sem taka ekki þátt á Íslandsmótinu.

Héðinsfjörður.is mun fjalla um leiki karla og kvenna liðanna í vetur, og geta fyrirtæki styrkt þá umfjöllun með kaup á auglýsingu með hverri umfjöllun.

Niðurröðun á leikjum félagsins liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að Mizuno deildin hefjist 18. september og aðrar deildir fljótlega eftir það.

Ekki liggur fyrir hvort nýji ungi þjálfarinn Oscar Fernandez Celis muni spila með BF í 3. deildinni í vetur, en ekki er ólíklegt að eitthvað lið í efri deildum sækjist eftir að fá hann til að spila, en það liggur ekki fyrir á þessari stundu hvernig samningsmál hans standa varðandi spilamennsku.

Fylgist með blakfréttum úr Fjallabyggð hér á vefnum í vetur.

Mynd frá Blakfélag Fjallabyggðar.