Nýr slökkviliðsstjóri vill nýliðun slökkviliðsmanna í Fjallabyggð og endurnýja búnað

Nýr slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð telur afar brýnt að hefja nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar. Hann hefur einnig lagt fram vinnuskjal til bæjarráðs Fjallabyggðar vegna menntunar og búnaðar slökkviliðsmanna Fjallabyggðar. Bæjarráð tekur undir með slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar að brýnt sé að hefja nýliðun innan slökkviliðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að óska eftir kostnaðaráætlun vegna nýliðunar, menntunar og búnaðarkaupa og því tengdu á árinu 2021.