Vegagerðin bauð út nýbyggingu Skarðsvegar í Skarðsdal í Siglufirði, á kafla sem byrjar skammt neðan við Skíðaskálans í Skarðsdal og nær að fyrirhuguðum nýjum skíðaskála, sunnan Leyningsár. Lengd vegkaflans í útboðinu er um 1,22 km auk 5.300 m2 bílastæðis við efri enda kaflans. Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2018.
Tilboð voru opnuð 1. ágúst síðastliðinn og bárust tvö tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 146.100.000 kr, lægasta tilboðið átti Árni Helgason ehf. í Fjallabyggð.
Tilboðin sem komu voru:
Árni Helgason ehf. 125.905.000 kr.
Norðurtak ehf. 162.943.800 kr.