Knattspyrnumaðurinn og markaskorarinn Þórður Birgisson hefur verið áhugabruggari og bruggað síðustu tvö árin. Hann hefur unnið til verðlauna hjá Félagi áhugamanna um gerjun í flokkinum IPA sem stendur fyrir India pale ale. Hann hefur ásamt brugghúsinu Segli 67 á Siglufirði bruggað siglfirskan þorrabjór sem mun fara í Vínbúðir á Íslandi. Kynning á þessum bjór verður hjá Segli 67 á Siglufirði í dag, föstudaginn 20. janúar kl. 20:00. Þar býðst fólki að smakka bjórinn.

DSCN0440