Skrifað hefur verið undir samkomulag um nýjan meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar. Að honum standa þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks, einn fulltrúi Framsóknarflokks, einn fulltrúi T-lista og fulltrúi Samfylkingarfélags Ólafsfjarðar. Þetta samstarf var mótað til bráðabirgða eftir að annar fulltrúi Framsóknar sagði skilið við meirihlutann í kjölfar ágreinings um skólamál.

Í minnihluta situr sá fulltrúi ásamt tveimur fulltrúum Samfylkingarfélags Siglufjarðar. Samkomulag um nýjan meirihluta er undirritað með fyrirvara um samþykki félaga viðkomandi lista.