Nýr matarvagn er að hefja rekstur á Dalvík sem nefnist Matarvagninn Hóllinn, eða Hóllinn Take away á facebook. Matarvagninn mun opna formlega helgina 11.-12. júní næstkomandi, en í júní verður einungis opið um helgar.

Matarvagninn Hóllinn mun sérhæfa sig í tælenskum mat eins og rúllum, kjúklinganúðlum, djúpsteiktum rækjum og fleiru. Einnig verða í boði hamborgarar og samlokur.

Nánari opnunartíma má finna á facebook síðu fyrirtækisins.

May be an image of matur
Myndir: Hóllinn takeaway – Matarvagn.

May be an image of chow mein og innanhúss

May be an image of matur