Nýr markmaður og varnarmaður til KF

Tveir nýir leikmenn hafa skrifað undir samninga við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Aron Elí Kristjánsson er varnarmaður, fæddur árið 2001 og kemur frá KA. Aron er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og verður spennandi að sjá hann á vellinum. Hann hefur síðustu 2 ár leiki með 2. flokki KA og einnig leikið leikið með meistaraflokki í Kjarnafæðismótinu.
Javon Jerrod Sample er markvörður, fæddur árið 1995 og kemur frá Trinidag og Tobago. Javon hefur verið á Íslandi síðan 2019 og hefur hann spilað 29 leiki með Einherja og Dalvík/Reyni.