Í dag var gengið til samninga við Verkís um verkfræðihönnun á nýjum leikskóla og viðbyggingum og breytingum á húsnæði Hrafnagilsskóla. Hönnun hefst strax og er áætlað að henni sé að fullu lokið í nóvember. Ráðgert er að hönnun sökkla og botnplötu leikskóla ljúki um miðjan ágúst.

OG Arkitektar eru arkitektar byggingarinnar en leikskólinn sem er um 900 fermetrar hefur verið lengi í undirbúning og er ljóst að þar verður glæsileg starfsemi innan fárra ára. Á efri hæð Hrafnagilsskóla mun rísa starfsmannaaðstaða og aðstaða fyrir tónmennt og fjölnotarými. Þá er gert ráð fyrir glæsilegri íþróttaaðstöðu með útsýni yfir sundlaugina. Bókasafn sveitarfélagsins mun að endingu flytjast upp á jarðhæð þar sem það mun þjónusta öllum sveitungum í sameiginlegu upplýsingaveri og kennslustofur elsta stigs Hrafnagilsskóla munu flytjast upp á jarðhæð.

Mynd og texti: esveit.is