Dalvíkurbyggð hefur ráðið Ágústu Bjarnadóttur sem leikskólastjóra á leikskólanum Krílakoti. Ágústa hefur starfað við leikskólann á Krílakoti frá árinu 2008, fyrst sem deildarstjóri og frá árinu 2014 sem aðstoðarleikskólastjóri. Á Krílakoti starfa yfir 30 manns á 5 deildum og eru börn frá 1-6 ára á leikskólanum.
Ágústa er með MT í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á stjórnun og forystu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dalvíkurbyggð.