Nýr leikmaður til Knattspyrnufélags Fjallabyggðar

Andri Freyr Sveinsson hefur skrifað undir tveggja ára saming við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Andri, er fæddur árið 1994 og hefur spilað 19 meistaraflokksleiki fyrir félagið. Sumarið 2011 spilaði Andri 14 leiki fyrir KF en undanfarin tvö ár hefur hann verið á mála hjá Fram og var m.a. fyrirliði 2. flokks félagsins síðastliðið sumar.

Andri mun spila í treyju númer 10 og verður mikilvægur hlekkur í ungu liði KF í sumar í 2. deild karla. Hann hefur þegar spilað fyrstu 2 leiki félagsins á Kjarnafæðismótinu á þessu ári.