Krist­ín Birgitta Gunn­ars­dótt­ir hef­ur verið ráðin sem nýr hót­el­stjóri á lúx­us­hót­el­inu Depl­ar Farm í Fljót­um í Skagaf­irði. Depl­ar Farm er rekið af banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Eleven Experience. Krist­ín Birgitta hef­ur víðtæka reynslu úr ferðaþjón­ustu og hef­ur meðal ann­ars starfað hjá Icelanda­ir og Icelanda­ir Hotels. Þá var hún sölu- og markaðsstjóri á lúx­us­hót­el­inu Tower Suites Reykja­vík en þar var hún einn af lyk­il­starfs­mönn­um við opn­un og mót­un hót­els­ins. Krist­ín Birgitta hef­ur lokið MBA gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Depl­ar Farm opnaði form­lega árið 2016 og frá opn­un hef­ur hót­elið verið vel bókað. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Höfuðstöðvar Eleven Experience eru í Col­orado í Banda­ríkj­un­um en fyr­ir­tækið rek­ur jafn­framt lúx­us­hót­el, íbúðir og skíðaskála á fram­andi áfanga­stöðum víða um heim. Á öll­um stöðum á þjón­ust­an sam­eig­in­legt að vera sér­sniðin að þörf­um viðskipta­vina Eleven Experience með til­heyr­andi út­búnaði, þæg­ind­um og mögu­leik­um til afþrey­ing­ar og æv­in­týra. Eleven Experience legg­ur áherslu á sér­sniðna upp­lif­un gesta sinna, nátt­úru­vernd og góða nýt­ingu á nátt­úru­auðlind­um.