Guðmundur Gauti Sveinsson og vinir hans hafa gefið út fimmta þátt í 2. seríu hlaðvarpsþáttarins Á tæpasta vaði. Strákarnir eru allir búsettir á Siglufirði og dreymir um skjóta frægð og frama með þessum skemmtilegu þáttum. Þátturinn er einn og hálfur tími, en hægt að stytta þann tíma með því að stilla hraðann á 1.1x í Spotify.

Í þessum þætti fjalla þeir um ýmis bæjarmál í Fjallabyggð, en enduðu svo á jólalegu nótunum og fóru yfir það hvað þeir drengir vildu helst í fá jólagjöf, fyrir utan frið á jörðu. Þeir töluðu um þriðju vaktina og hvaða heimilisstörf þeir sjái um á sínu heimili og mikilvægi konunnar á hverju heimili.

 

Hægt er að hlusta á alla þættina á Spotify.