Guðmundur Gauti og strákarnir í Fjallabyggð hafa gefið út nýjan þátt í annarri seríu af Á tæpasta vaði. Strákarnir eru léttir að vanda og byrja að ræða um kirkjuskólann í Siglufjarðarkirkju, en þar eru þeir allir þrír reglulegir gestir ásamt börnum sínum. Þeir tala um það frábæra starf sem þar fer fram og það fjölmenni sem mætir í hvert sinn.

Þær ræða stuttlega kvennafrídaginn og þriðju vaktina en fara líka yfir ADHD spurningarlista og birta niðurstöður úr þeim. Þá ræða þeir fráfall Friends leikarans Matthew Perry sem lést um helgina.

Að endingu ræða þeir um að gera nokkra jólaþætti í hlaðvarpinu á næstu vikum.

Góður þáttur kominn út á veiturnar  sem gaman er að hlusta á.