Fjallabyggð opnaði í vikunni tilboð sem bárust í verk vegna göngustígs suður með Ólafsfjarðarvatni. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun sem er  4.544.000 kr.  Smári ehf. bauð 4.813.800 kr í verkið og er lægstbjóðandi. Hitt tilboðið kom frá Magnúsi Þorgeirssyni sem hljóðaði upp á 4.943.636 kr.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Smára ehf. í verkið.