Nýr golfskáli rís á Siglufirði

Hafin er vinna við að smíða golfskála fyrir Hólsvöll á Siglufirði. Síðustu daga hefur verið slegið upp mótum fyrir sökkla, járnalagnir settar í og að lokum steypudagur. Það er Byggingafélagið Berg sem er meðal verktaka fyrir uppslætti hússins og byggingastjóri er Konráð Baldvinsson. Myndir eru birtar með leyfi Byggingafélagsins Bergs.

Engin mótaskrá er komin fyrir Hólsvöll í sumar, og óstaðfest er hvenær völlurinn opnar og hversu mörg mót verða í sumar.