Nýr golfhermir í Dalvíkurbyggð

Golfklúbburinn Hamar í Dalvíkurbyggð hefur fjárfest í nýjum golfhermi sem kostaði um 2 milljónir króna. Klúbburinn tók lán hjá Lýsingu fyrir um 70% af kaupverðinu og standa vonir til að auknar tekjur vegna notkunar á honum standi undir afborgunum af lánunum.

Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar fjallaði um málið og minnti á að íþróttafélögum sé ekki heimilt að skuldsetja sig án vitundar og samþykkis sveitarfélagsins.